EFTIRLAUNA-FRUMVARPIÐ: HVER ER ALVARAN AÐ BAKI?
11.03.2008
Sæll Ögmundur.
Þakka þér fyrir svarið. Ég er sammála. Það er um það bil að koma í ljós hvort þeim sem andæfa eftirlaunaósómanum er alvara eða hvort til standi að sviðsetja eitthvað til málamynda.
Ég tel að það hljóti að vera meirihluti fyrir því í allsherjarnefnd að taka frumvarp Valgerðar fyrir og afgreiða. Þar sitja
meðal annarra, eins og þú veist, Atli Gíslason, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ellert B. Schram, Jón Magnússon og Karl V. Matthíasson.
Saman mynda þeir rúman meirihluta í nefndinni, og eru allir - í orði kveðnu - á móti forréttindahyggjunni, smáninni sem í lögunum frá 2003 felst. Siv gæti lagst á árar með þeim, fyrst hún er nú á móti ólögunum.
Kveðja,
Hjörtur