EIGI BARA VIÐ GLÆPAKLÍKUR...
Mér finnst þú vera brjóta gegn öllu sem þú stendur fyrir með að auka heimilidir hjá þessu spillta lögregluvaldi. Ég veit ekki betur en æ fleiri séu að kæra lögregluna, hún sé sífellt að verða spilltari. Að breyta þessu landi í meira lögregluríki getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir landann. Ég er samt sammála því að sporna við glæpaklíkum, en til að gera það þarf einfaldlega að smíða lög sem snúa sérstaklega að þessum klíkum sem fjallað er um, en ekki yfir höfuð almenning, sem væru mikil mistök. Þá yrðu þessi lög einungis gild fyrir til dæmis Vítisengla eða Semper FI, ef fleiri klíkur skapast þá yrði að gera ný lög yfir þau líka, þar sem þessu nýju lög myndu ekki ná yfir þessar "nýju klíkur". Mér finnst þetta eina raunhæfa leiðin án þess að brjóta á almenningi, að mínu mati. Ég vildi bara koma þessu á framfæri, mér finnst þú hafa staðið þig eins og hetja en ég missi allt álit á þér ef þú ferð bak orða þinna. Bestu kveðjur,
Úlfar
Ég þakka bréfið. Lögreglan er til þess að tryggja að hér geti dafnað friðsælt lýðræðissamfélag þar sem fólk er ekki ofurselt ofbeldisöflum. Í nær þrjá áratugi hef ég verið í nánu samstarfi við Landssamband lögreglumanna í BSRB og þekki hve mjög hinn almenni lögreglumaður vill rætja þetta hlutverk lögreglunnar og ég veit að í þessum anda vill lögreglan starfa. Ég leyfi mér að fullyrða að hér sannast hið fornkveðna að það er undantekningin sannar regluna!
Þú mátt treysta því að ég mun ekki ganga á bak orða minna! Rýmkaðar rannsóknarheimildir beinast EINGÖNGU að þekktum glæpahópum og alvarlegri glæpastarfsemi! EKKI hinum almenna borgara og EKKI gegn stjórnmálasamtökum eða grasrótarandófi!
Kv.
Ögmundur