EIGUM RÉTT Á AÐ VITA ALLT!
Góðan daginn. Ögmundur ég er svo hjartanlega sammála þér varðandi þessa blessaða skýrslu, sem á að birtast í dag. Og annað hitt, þá finnst mér og einnig fleirum en mér, að ef það er rétt sem fólk heyrir, að ekki verði allt birt í þessari marg umtöluðu skýrslu í dag heldur árið 2090, til hvers var þá farið af stað með hana? Ég tel að við sem tókum ekki þátt í að koma þjóðinni á hausinn eigum rétt á að fá að vita hvað gerðist og hvernig. Langar síðan að benda á það að ég er skráð á tölvupóstlista en fæ aldrei sendan tölvupóst.
Baráttukveðja til þín Ögmundur og megir þú eiga góðan Hrunskýrslu dag ;)
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
Ef það er fréttabréfið mitt sem þú ert að vísa í þá skal ég grennslast fyrir um það. Þú ættir að prófa að ská þig aftur.
Með kveðju,
Ögmundur