Fara í efni

EINFALDUR BLETTAHREINSIR DUGIR VG EKKI!

Sæll Ögmundur.
Hæstvirtur forsætisráðherra telur það ekki alvarlegt mál að brjóta stjórnsýslulög að áliti umboðsmanns Alþingis og ekki heldur fjármálaráðherra fyrir það sama við skipun dómara. Þessir menn eru gjörsneyddir allri siðgæðisvitund að þeir gera sig með öllu óhæfa til að gegna opiberu starfi og kasta rýrð á embætti umboðsmanns Alþingis.
VG mun án efa setja viðbót inn í stórnsýslulög um leið og við tökum við og bæta inn refsikafla gegn þeim brotum ásamt því að gera slíkt hið sama við álitsgerðir umboðsmanns Alþingis sem gefi honum heimildir til að afturkalla skipanir/ógilda gjörninga sem hann telur að styðjist ekki við lög.
Fjármálaráðherra ætti fyrir löngu að vera búinn að segja af sér þar sem skattarekstrarmál hans gegn Impreglio mun kosta þjóðarbúið ca.1,6 milljarða þótt Hæstiréttur hafi fyrir löngu dæmt ríkið bótaskylt. Með réttu ættu allir þeir ráðgjafar sem komu að þessu máli í ráðuneytunum einnig að sæta stöðumissi fyrir afglöp í starfi eftir að dómur féll. VG þarf stórvirkar vinnuvélar við hreinsunarstörf í brunarústum núverandi stjórnar því hér dugar einfaldur blettahreinsir hvergi.
Þór Gunnlaugsson