EINKAVÆTT RAFMAGNSEFTIRLIT Í VERKI?
09.12.2005
Sæll og blessaður!
Það sló út hjá ykkur rafmagninu í þinginu í vikunni. Hvernig væri að spyrja Valgerði, iðnaðarráðherra um úttekt á rafkerfi Alþingishússins, hvort ekki sé munur að hafa nú "eðlilegt" rafmagnseftirlit í landinu, eftir að það var markaðasvætt. Staðreyndin er sú að rafmagnseftirlit í landinu hefur verið í lamasessi eftir að Framsóknarflokkurinn fór um það einkavæðingarhöndum og kemur vel á vondan að Alþingi skuli með þessum hætti vera minnt á nauðsyn þess að búa við gott rafmagnseftirlit.
Kveðja,
Fyrrverandi starfsmaður rafmagnseftirlitsins.