Fara í efni

EINSOG BUSH

Nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík á sumt sammerkt með Bush hinum bandaríska. Þá er ég ekki að tala um stuðninginn við innrásina í Írak sem Bush, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur studdu. Ég er að hugsa til þess að báðir – Bush og Vilbjörn - komast að stjórnvölnum með minnihluta atkvæða á bak við sig. Hin nýja borgarstjórn hefur ekki meirihluta kjósenda á bak við sig.
Það er hryllilegt til þess að hugsa, að vinavæðingarflokkarnir, þeir íslenskir stjórnmálaflokkar sem lengst ganga í að notfæra sér stjórnmálalegt vald til að hygla vildarvinum, skuli nú komnir að borgarstjórninni, sem ef að líkum lætur, verður gerð að einum allsherjar kjötkötlum. Reyndar verð ég að viðurkenna að það jaðrar við að vera ósanngjarnt gagnvart Íhaldinu að líkja því við Framsókn hvað þetta varðar, því svo miklu lengra gengur Framsókn í spillingunni.
Kveðja,
Haffi