EINU SINNI VAR BÓNDI...
... Hann var dugnaðarforkur og safnaði heyjum á hverju ári umfram það sem hann þurfti. Byggði úr þeim sátur miklar og tyrfði yfir og kallaði fyrningar. Hugsaði gott til glóðarinnar að nota fyrningar í heybresti. Eitt árið kom pest í féð og varð úr fellir. Fækkaði fénu um helming. Húsfreyja kom að máli við bónda og kvað nauðsynlegt að selja fyrningar og efla bústofninn. Að öðrum kosti gæti hún ekki fætt börnin og klætt. Bóndinn vildi ekki heyra á það minnst. Fyrningar skyldi nota þegar tún kæli eða hey yrðu lítil. Þetta væri trygging til framtíðar. Réði bóndi þessu og safnaði hann fyrningum sem aldrei fyrr, þar sem bústofninn hafði minnkað. En börnin sultu og fátæktin barði að dyrum.
Í nútíma útfærslu skiptum við út orðinu fyrningar fyrir lífeyrissjóði.
Hreinn K