Fara í efni

EIRÍKUR SENDIR FRÁ SÉR FRÉTTA-TILKYNNINGU

Eiríkur Guðnason sendi frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla, sbr. samrit sent fjölmiðlum. Hann bjó fréttatilkynninguna í búning minnisblaðs til yfirmanns síns, sem hann gagnrýndi harðlega. Ef hann hefði verð sölumaður í tryggingafélagi, til dæmis hjá Sjóvá, og skensað Þór Sigfússon, forstjóra, eins og hann gerir við forsætisráðherra nú, þá hefði hann bara verið rekinn, fyrir kaffi. Látum það liggja milli mála, en seint mun minnisblaðið teljast til bókmenntaverka enda engir slíkir tilburðir uppi af hálfu höfundar. Má ég biðja um stíl og snerpu Davíðs Oddssonar með þeim frábæru vísunum og skáldskapargáfu sem einkennir bréf hans hvort sem hann skrifar Jóhönnu, eða snjallar smásögur. Ekki hef ég heyrt Eirík þennan Guðnason lyfta litla fingri til að stoppa embættismenn utanríkis-og fjármálaráðuneytis sem leitt hafa lánaviðræður Íslendinga í Brussel. Það hefur Davíð Oddsson hins vegar gert og alls ekki í frægu viðtali sem margir hafa sumir menn hafa nú nærst á að hneykslast á í hálfan fimmta mánuð. Manni sýnist að sá sem fitnaði á fjósbitanum hafi verið bankastjórinn og ekki hneykslendur. Auðvitað þarf að gera pólitískt upp við stjórnmálastefnu Davíðs Oddssonar í kosningum og það má sjálfsagt færa rök fyrir að hann njóti ekki traust viðskiptafræðinga sem sumir hverjir bera ábyrgð á bankahruninu og hafa borið hann út gagnvart erlendum fjölmiðlum, en Davíð hefur þó frá í október verið hreinskilnari um stöðu efnahagsmála en flestir aðrir. Hvernig væri að spila aftur við hann viðtalið frá í október? Ætli það sé ekki það vitlegasta sem sagt hefur verið um hvernig við komumst út úr kreppunni? Nú er Ingimundur að fara til Noregs og hjálpa þeim með rekstur norska seðlabankans. Hefur ekkert komið greina að reka Eirík fyrir kjaftbrúk, og kanselístíl, en ráða Davíð bara aftur sem seðlabankastjóra, ef hann heitir því að halda fast við skoðanir sínar frá í október og lofar að setja skoðanir áfram fram á mannamáli? Hvernig væri það?
Kveðja,
Ólína