Eiríkur varar við prósentublekkingum
Ég veit ekki hve margir hlustuðu á Eirík Jónsson, formann Kennarasambandsins, í útvarpi um daginn ræða kjarakröfur kennara. Grunnboðskapur hans var sá að varast að láta prósentur villa sér sýn. Hann tók dæmi af ofurlaunamanni annars vegar, gott ef það var ekki bæjajarstjórataxtinn eins og hann birtist í Frjálsri Verslun, og kennara hins vegar. Ég man ekki nákvæmlega tölurnar en röksemdafærslan var einhvern veginn á þessa leið: Byrjunarlaun meðalabyrjenda sem er 30 ára einstaklingur með a.m.k.þriggja ára háskólanám að baki eru í dag ca. 175.000 og krafan er 250.000 síðla árs 2007. Þetta er hækkun upp á 75.000 á mánuði eða ca 42%. Ef rúmlega milljón króna maður fengi sömu krónutöluhækkun væri það 6,5% og ef tveggja milljóna maðurinn fengi þetta væru það 3%.
Þetta þykir mér vera umhugsunarverð uppsetning.
Hafsteinn Orrason