EKKI BETRI BEIT Í BOÐI AGS
Hálfsannleikurinn, konungurinn í ríki lyginnar hefur nú gert víðreist innan ríkisstjórnarinnar. Við lesum úr ræðum ráðamanna hugmyndafræði sem er svo illa framsett að maður veltir fyrir sér hvort metnaður viðkomandi til friðar og sannleiks sé endanlega fyrir borð borinn. Nú er það nýjasta að við þurftum að leika stórleik ofar öllum ELO stigum til að tryggja okkur stuðning AGS til að endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar gæti farið fram. Það tókst með því að leggjast ofan á hvert stórveldið af öðru og okkur til hagsbóta létu þau undan þrýstingi ofureyjufulltrúanna. Hagfræði hins venjulega þegns er eflaust ekki það beysin að hægt sé að sjá fyrir lausnir sem samfélaginu myndu bezt henta, en AGS mun ekki leiða samfélag vort til betri beitar. Persónulega teldi ég bezt eins og eflaust fleiri að þú kæri Ögmundur létir ekki til leiðast að ganga að nýju til móts við þessa deild. Þú átt að vera í úrvalsdeildinni.
Óskar K Guðmundsson, fisksali.