Fara í efni

EKKI EINKAVÆÐA ELDHÚSIN!

Sæll Ögmundur....
Villi hefur 100% rétt fyrir sér á vefsíðunni þinni dag. Ég veit að menn sjá mikið eftir að einkavæða eldhús og ræstingar á sjúkrahúsunum í Kanada, og þá örugglega annarsstaðar.  Það er reynt í gríð og erg að snúa við, en það reynist kostnaðarsamt eftir breytinguna þar sem að allt verður að byrja upp á nýtt. Tækin, starfsfólkið og þjónustan er orðin allt önnur og einkafyrirtækin hafa fengið þefinn af einokunarstöðu sinni.  Þau vilja eðlilega græða á fyrirtæki sínu og sá gróði kemur úr vösum almennings!
Það þarf engin að segja manni að sjúkrahúsin geti ekki séð um ræstinguna matreiðsluna, þá dreifinguna til sjúklingana, MIKIÐ hagkvæmara og betur en utanaðkomandi gróðahyggju einkaaðilar!  Auðvitað er alltaf hægt að betrumbæta, en áherslan á einmitt að vera á það innan reksturs heilbrigðiskerfisins!  Það er rétt hjá Villa að þú eigir að halda vel utan um spítalana, og allt heilbrigðiskerfið í eigu og þágu almennings, með "hands on" rekstri þínum og fulltrúa þinna. Okkar sjúkrahúss-starfsfólk er fyrstaflokks, en það er allt á sérsviði og verður því að stjórna því og sjá um að þjónusta þess sé sem best og hagkvæmust, ekki bara í fræðilegum samræðum, heldur alltaf verklega. Eitt sem verður að gera strax Ögmundur, það er að útiloka æviráðningar allstaðar í þjóðfélaginu, hvort sem um er að ræða lækna, ræstingarfólk, dómara, saksóknara eða forstjóra! Æviráðning slekkur á aðhaldinu og andlegum vexti viðkomandi!  Þetta eins og svo margt annað geta núverandi stjórnvöld framkvæmt strax!  Það er ekki þar með sagt að fólk geti ekki haldið sama starfinu ævilangt. En það á ekki vera samkvæmt lögum og kunningsskap! ÖGMUNDUR, HLEYPIÐ EINKAFYRIRTÆKJUNUM ALLS EKKI INNÍ REKSTUR SJÚKRAHÚSA!  KÚPLIÐ HONUM FREKAR ÚT ÞAR SEM HANN NÚ ER, EINS OG MEÐ LYFIN OG TÆKJABÚNAÐ, SJÁIÐ UM INNFLUTNING OG VIÐHALD Á ÖLLU SLÍKU SJÁLF!
En ég endurtek að Villi hefur 100% rétt fyrir sér, allur rekstur þarf góða og nákvæma "hands on"   stjórn!  Ögmundur, það er heldur alls ekki samkvæmt þér að einkavæða í heilbrigðisgeiranum, og er því pólitískt séð, skaðlegt!
Kveðja,
Helgi