Fara í efni

EKKI FELLA STJÓRNINA!

Meirihluti kjósenda á Íslandi er félagslega sinnaður og hefur verið það frá upphafi sjálfstæðis. Þrátt fyrir þetta hefur þjóðin nánast látlaust þurft að búa við hægri stjórn. Á síðustu 18 árum hefur Framsókn sem byggir að hluta á fylgi félagshyggjufólks) og Sjálfstæðisflokkurinn stýrt þjóðinni í gjaldþrot. Það skapaðist einstakt tækifæri eftir síðustu kosningar þegar 2 félagshyggjuflokkar komust til valda. Þessi stjórn hefur staðið sig afar vel fram til þessa, þrátt fyrir að taka við gjaldþrota búi. Það eina sem getur fellt þessa stjórn eru hennar eigin þingmenn og það má ekki gerast. Í mínum huga yrði það stórslys ef Icesavesamningarir yrðu felldir, bæði fyrir þjóðina og stjórn hennar. Hvort stjórnin félli eða ekki við slíkt skiptir ekki miklu hún yrði alla vega svo löskuð að hún væri varla á vetur setjandi. Stuðningsmaður