EKKI GLEYMA EINSTÆÐUM FEÐRUM
Hvað varð um einstæðu feðurna hjá ykkur, eruð þið ekki orðnir of uppteknir af málefnum kvenna. Ég og mínir líkar eigum líka rétt á að vera til og hafa efni á því að taka þátt í þessu þjóðfélagi. Hvað ætlið þið að gera í málefnum einstæðra feðra? Þetta er verst setti hópur þjóðfélagsins en við virðumst vera hinir ósnertanlegu. Ég krefst samstöðu með mínum líkum.Vonandi verða breytingar í vor en ekki gleyma okkur.
Arthur Þorsteinsson
Það er hárrétt að einstæðir foreldrar með litlar tekjur hafa það mjög slæmt. Það gildir vissulega um einstæða feður. Auðvitað verður að búa fólki slík kjör að það geti séð sér farborða. Við munum í vikunni kynna ráðstafanir sem við munum grípa til ef við fáum nægilegan styrk til þess að komast í ríkisstjórn að afloknum kosningum. Þar er um að ræða aðgerðir sem eru sérstaklega sniðnar að því að bæta kjör þeirra sem hafa minnsta afkomumöguleika í þjóðfélaginu, þá einnig tekjulítilla einstæðra feðra.
Kv.
Ögmundur