Fara í efni

EKKI LÁTA REKA UNDAN ERLENDUM ÞRÝSTINGI!

Sæll Ögmundur og takk fyrir góð innlegg í Icesave umræðuna. Ég er farinn að halda að þú og Ólafur Ragnar séuð einir ráðamanna á bandi Íslands í þessu máli. Þó hefði ég viljað sjá meira innlegg frá þér um þetta mál og jafnvel að þú reyndir að snúa þínu fólki uppí vindinn í stað þess að það láti reka undan erlendum þrýstingi og yfirgangi. Eflaust á Steingrímur erfitt með að kyngja því að hann hafi kannski ekki haft alveg rétt fyrir sér um "besta mögulega samning sem hægt var að ná" en stundum er betra að brjóta odd af oflæti sínu og játa mistök heldur en að sökkva heilli þjóð í skuldafen. Enda tel ég að nú sé rétti tíminn til að ganga á lagið og draga allan okkar málstað uppá yfirborðið meðan við höfum meðbyr erlendis frá og áður en málið sofnar og gleymist. Og sérstaklega nú þegar dómur hefur fallið í Bretlandi um ólögmæti þess að frysta eigur hryðjuverkamanna, þá væntanlega þámt okkar. Enda held ég, þegar grannt verður skoðað, að það eitt að setja hryðjuverkalög á heila þjóð samsvari stríðsyfirlýsingu og ættum við þá jafnvel rétt á stríðsskaðabótum af hendi Breta fyrir það tjón sem við urðum fyrir í kjölfarið. En, áfram Ögmundur, þú ert að standa þig !!
Aðalsteinn Stefánsson