Fara í efni

EKKI VANTRAUST Á ÞORLEIF

Komdu sæll, Ögmundur.
Það var gott að þú varðir Lilju Mósesdóttur og ættu hinir í VG að skammast sín fyrir að ráðast á hana, eins og þeir hafi nokkur efni á að dæma hana. Þú skrifaðir um kosningarnar: " Samkvæmt skoðanakönnunum er Þorleifur Gunnlaugsson, annar maður á framboðslista VG úti, nær ekki kjöri. Það væri mikið slys. Þorleifur hefur verið einn öflugasti baráttumaður fyrir efnalítið fólk í borginni, vakinn og sofinn yfir hagsmunum þess". Það er kannski verið að þurrka flokkinn út vegna stuðnings ykkar við AGS helstefnuna, Evrópu-fáráðsumsóknina, Icesave, Samfylkinguna og svika VG gegn almennum flokksmönnum og kjósendum og bara gegn almannahagsmunum. Það hefur ekkert með Þorleif sjálfan að gera nema að hann er í VG. Mæli með að Jón Bjarnason (ef hann lætur af Icesave stuðningnum), Lilja Mósesdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og þú sjálfur, kljúfið ykkur úr VG og stofnið heilsteyptan flokk með almannahagsmuni í huga.
Elle