Fara í efni

ENDURSKOÐUM NORRÆNT SAMSTARF

Samfara slökkvistarfi utanríkisráðherra á vegum brunaliðs stjórnarráðsins ætti sá ágæti maður að leyfa sér að hugsa stórt. Hugsa stórt og endurmeta nokkrar af þeim helstu undirstöðum sem utanríkisstefna Íslendinga hvíldi á, hvíldi á segi ég, enda hljóta bæði háskólasamfélagið og sumir reyndustu starfsmenn utanríkissráðuneytisins að átta sig á, að undanfarið hefur komið í ljós að utanríksstefna landsins er ein rjúkandi rúst eftir það skipbrot sem orðið er í samskiptum við svokallaðar vinaþjóðir Íslendinga. Bretar og Hollendingar, vinir úr NATO, fara fyrir hjörðinni, en í humátt á eftir þeim feta sig, varlega, Norðurlandaþjóðir, aðrar en eyþjóðirnar í vestri. Þetta eru þjóðirnar sem hafa gert Eystrasaltslöndin að Afríku norðursins, hlaðið þar upp fé og mergsogið alþýðu manna í löndunum. Rekið þar bankastarfsemi eftir hrun ss-óvétskipulagsins og eru í sömu stöðu gagnvart þessum fátæku þjóðum og Bretar og Hollendingar gangvart okkur Íslendingum, og haga sér í stórum dráttum eins gagnvart þeim. Það er ein skýringin á því að skandinavíuauðvaldið kýs nú að ganga óþægilega nærri þjóhnöppum Breta og Hollendinga. Mér finnst einboðið að endurskoða samstarfið við NATO þar sem að minnsta kosti fjórar NATO þjóðir fara með virkum hætti gegn okkur, en mikilvægara finnst mér sem fyrsta skref að endurskoða samstarfið við Norðurlandaþjóðirnar. Það vil ég gera með því að leggja niður sendiráðin í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Kaupmannahöfn sem fyrsta skref. Ég vil að stjórnkerfið íslenska hætti eða dragi stórlega úr öllum samskiptunum sem fara fram undir hatti Norrænu ráðherranefndarinnar, en samskipti við Grænlendinga og Færeyinga verði hins vegar efld verulega. Ég vil að Íslendingar hætti að halda Norðurlandsráðsþing hér á landi. Ef menn í utanríkisráðuneytinu opna augun og sperra eyrun, þá heyra þeir að Norðrulandasamstarfið hefur ekkert upp á sig. Við eigum ekkert sameiginlegt með Finnum. Svíar, norrænu sovétmennirnir, eru okkur framandi, í nafni danskrar drottningar er eini tengiliðurinn við Dani, og Norðmenn ættum við forðast, eins og forðum. Ég hvet þig Ögmundur til að taka samskiptin við svokallaða frændur okkar á Norðurlöndunum til endurskoðunar og setja þau á dagskrá alþingis. Fara fram á að utanríkisráðherra beiti sér fyrir að tekin verði saman hvítbók um þróun Norðurlandasamstarfsins frá 1980 til 2010. Ég hvet þig líka til að bera fram þingsályktunartillögu þar sem utanríkisráðherra verður falið að skýra öll samskipti Íslands og annarra Norðurlanda, og stofnana viðkomandi landa, í kjölfar bankahrunsins á Íslandi og gera í þessu sambandi opinber öll gögn er málið varða, s.s. samskiptin við forsætisráðherra Noregs og Finnlands í október  og nóvember 2008, og öll samskipti íslenska og norska fjármálaráðuneytisins, frá febrúar 2009 til dagsins í dag. Auk þess legg ég til að Íslendingar dragi úr öllum viðskiptum sínum, vöruviðskiptum og þjónustuviðskiptum, við Breta, Hollendinga og Dani, beini viðskiptum sínum til Þýskalands, Frakklands og Bandaríkjanna, og taki upp dollar strax. Lengra mál þarf um NATO sem forystumenn VG hljóta að vilja að endurskoða nú. Er það rétt að vinnuhópur á vegum VG undir forystu varaformannsins sé að móta tillögur um endurskoðun NATO aðildar með úrsögn sem ítrasta markmið?
Hafsteinn