Fara í efni

ENGINN Á AÐ GETA SELT AÐGANG AÐ NÁTTÚRUNNI

Íhaldið á ekki í vandræðum ef þarf að þjóðnýta eða skerða rétt landeigenda undir raflínur í þágu stóriðju. En þau umvefja landeigendur í bómull ef á að rukka almenning. Þetta er hraksmánarleg afstaða. Ég er sammála þér að rétt okkar til að njóta náttúrunnar á ekki að skerða eða umbera nokkrum manni að gera sér að féþúfu það sem við eigum öll, þ.e. náttúrufegurð Íslands. Enginn á að hafa leyfi til að selja aðgang að henni.
Sunna Sara