Fara í efni

ER ENDURMENNTUN SVARIÐ?

Ég sá í fjölmiðlum í dag að Þorgerður Katrín bar upp fyrirspurn til þín sem dómsmála- og mannréttindaráðherra um hvort þú vildir banna búrkur. Málatilbúnaðurinn er sérkennilegur svo ég fletti þessu upp áður en ég lagði trúnað á endursögn fjölmiðla. Eftir að ég fékk þetta staðfest fór tvennt gegnum hugann. Annað tengist því að seinna í þessari viku er kosið til stjórnlagaþings. Í allri umræðu sem því tengist er endurómað að þingið þurfi að standa í lappirnar gagnvart framkvæmdavaldinu. Að Alþingi þurfi að taka frumkvæði í að setja samfélaginu lög og reglur en láta það ekki ráðherrum eftir. Í miðri þeirri umræðu kemur alþingismaður sem spyr ráðherra af auðmýkt hvað eigi að vera bannað og hvað leyfilegt. Nú kann að vera að Þorgerður Katrín sé af gamla skólanum hvað þetta varðar en manni finnst þetta dálítið skringilegt. Svo er hitt sem tengist hvernig Þorgerður Katrín vildi nota vald sitt þegar hún sjálf gegndi ráðherraembætti. Væri hún ráðherra í dag myndi hún sjálfsagt vilja leysa vandann með því að bjóða múslimum endurmenntun til að láta af villunni.
Árni V