ERLENDIS UNDIÐ OFAN AF EINKAVÆÐINGU
Komdu sæll. Varðandi einkavæðingu á ræstingu og eldhúsi LSH Fossvogi langar mig að spyrja hvort þú hafir kynnt þér þessi mál í nágrannalöndum okkar? Ég þurfti ekki að fara langt á netinu til að sjá að það eru allir að reyna að snúa til baka. Heilbr.ráðherra Skotlands er búinn að banna alla einkavæðingu á ræstingu og eldhúsi á NHS spítölum. Ég sendi þér hlekk um þetta. http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/scotland/7677934.stm Í Kanada eru þeir óðum að vinda ofan af þessu. Hvernig er hægt að gefa afslátt á hreinlæti í spítala? Svo vil ég hvetja þig til að vera með hands on stjórnun. Fylgstu með hvernig spítalamenn stjórna. Það er ekki nóg "að þeir þekki þinn hug og viti hvað þú vilt."
Kv.
Villi
Þakka bréfið og upplýsingarnar. Mjög til umhugsunar.
Kv.
Ögmundur