ERU MENN NOKKUÐ AÐ MISSA SIG?
Ég var að lesa á vefsíðu fjölmiðils haft eftir talsmanni Almannavarna í tilefni þess að grunur léki á að farþegi frá Kaupmannahöfn kynni að vera smitaður: “Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði.”
Ekki fylgdi sögunni hvort hinn grunaði hefði verið borinn út á börum, eða hvort hann gekk úr vélinni með geimverunum, eftir að hafa setið í þrjá klukkutíma með öllum hinum farþegunum.
Eru menn nokkuð að missa sig? Mátti ekki taka á móti hinum grunaða með grisjur sem þá einnig væru settar yfir vit farþegans og þess vegna hafa fólk í geimbúningum í bílnum á leið í sóttkví.
Ég bara spyr.
Jóel A.