Fara í efni

ERU ÞETTA LANDRÁÐ?

Sæll Ögmundur.
Þeir hlógu sig máttlausa viðhlægjendur valdastéttarinnar, að þeim sem settu spurningar við rekstur banka 2006 og 2007. Þá vildu sumir senda þessar okurbúllur úr landi og byggja upp nýtt bankakerfi. Þetta þarf að rifja upp endrum og sinnum og svo taki sig ekki upp gamalt valdastéttarbros, en ég varpa hérna áhugaverðugu spurningum. "Össur Skarphéðinsson, fv. iðnaðarráðherra, sagði við skýrslugjöf fyrir Landsdómi fyrir stundu að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefði komið inn á ríkisstjórnarfund skömmu fyrir hrunið og lýst þeirri skoðun sinni að hópar í tveim bönkum hefðu gerst sekir um landráð." Þetta segir í frétt í Morgunblaðinu í dag og maður spyr sig: Er þetta ekki bara laukrétt?
Og áfram: Væri ekki nær að ræða einmitt þetta í íslensku samfélagi, í stað þess að ræða, hvort vitnin og sakborningurinn fengu sér Kristal eða blávatn í hléinu?
Hér þyrftu ritfærir að skrifa Bréf.
kv.
Ólína