Fara í efni

ESB FÆRIR KVÓTANN ÚR LANDI

Olli Rehn yfirmaður stækkunarmála ESB, hefur tilkynnt það að Íslendingar fái hraðferð inní ESB, en þeir muni ekki njóta neinna sérkjara. Og nýjustu fréttir frá ESB segja að líklega muni sambandið leyfa kvótasölu. Þar með kollvarpast áætlun núverandi ríkisstjórnar sem hugðist innkalla íslenska kvótann um 5% á ári næstu 20 árin.
Með aðild Íslands að ESB væri þá íslenskum kvótaeigendum hollast að selja hæstbjóðandi útlendingum strax allan kvótann sinn, og útlendu kvótaeigendurnir munu í gegnum ESB berjast gegn því að kvótinn þeirra
verði innkallaður af íslenska ríkinu. Og þar sem ESB lög eru æðri lögum aðildarríkjanna mun þeim takast það.
Kær kveðja,
Guðrún Sæmundsdóttir