FÉLAGSLEGA ÞENKJANDI?
21.07.2009
Til hamingju með einkavæðingu bankanna. Hún var gerð hratt og örugglega og án ónauðsynlegra umræðna á Alþingi. Það hefði tafið málið. Ennfremur hefði þurft að birta leyniskjöl og upplýsingar, sem best eru geymdar í ráðuneytum, skilanefndum og lögfræðistofum. Í einkavæðingunni birtist einnig með skýrum hætti sú þjóðfélagssýn sem VG hefur lengi barist fyrir. Í framhaldinu þarf að halda fast utan um verðtrygginguna, sjálfstæði Seðlabankans, einkavæðingu orkunnar, háa stýrivexti, kvótann, hæfilegt gagnsæi, Icesave-samninginn, ábyrgðina á Sjóvá, lánið til VBS og Saga-Capital, stöðugleikasáttmálann, 800 milljarða gjaldeyrislánin og annað það helsta sem einkennir félagslega þenkjandi ríkisstjórn.
mkv
Hreinn K