Fara í efni

FJÁRHÆTTU-SPILARANA FRÁ BORÐINU!

Ég vil taka undir með Lilju Mósesdóttur að við tryggjum enga velferð í landinu ef við ætlum að halda áfram að þjóna fyrst og fremst kröfuhöfum og útrásarvíkingum. Skuldsett  eignarhaldsfélög verða að fá gjaldþrotaþrotameðferð  þannig að hægt sé að rekja upp spillingarvefinn. Öðruvísi er ekki hægt að ná aftur uppdiktuðum arðgreiðslum sem runnið hafa til aflandseyja. Furðulegt er að skiptastjórnir bankanna hafi ekki krafist þessarrar leiðar meira en raun ber vitni. Í henni er fólgin uppgjör en ekki bara blind niðurfelling skulda. Þjóðin á heimtingu á að fá aftur illa fengið fé í ríkissjóð og fjárhættuspilarana frá borðinu, öðruvísi sköpum við ekki nýtt Ísland.
Bjarni