FORVARNIR ERU LAUSNIN
Sæll Ögmundur.
Sykurskattur? Hækkun á vísitölum og þrengir að fyritækjum sem eru stærstir í innflutningi á sykri t.d. Mjólkursamsalan. Tannvernd! Gosdrykkir með sætuefnum (aspartam) skemma tennur jafnmikið og sykraðir gosdrykkir, það er sannað og er neysla sykulausra gosdrykkja allt að 50%.
Hefur þú hugsað málið til enda Ögmundur minn? að setja á sérstakan sykurskatt til að auka tannheilsu barna er álíka áhrifalítið og að setja skatt á höfuðverkja töflur til að minka áfengisneyslu eða skatt á sprautunálar til að minka eiturlyfjaneyslu. Sykurskattur mun hækka neysluvísitöluna og þar með lánin okkar! Framleiðendur eins og Mjólkursamsalan og Vífilfell og fl. munu nota tækifærið og hækka verð á sykruðum vörum en um leið auka vöruúrvalið á eiturvörum með sætuefni (aspartam) já eiturefni! Nú þegar er nógu erfitt að kaupa mjólkurvörur og t.d. ávaxtasafa og annað án þess að þeir innihaldi þetta gerviefni. Og það er sannað að þó þeir sem eru að drekka þessa sykurlausu gosdrykki skemma tennur sýnar jafn mikið, plús þær aukaverkanir sem hljótast af neyslu sætuefna, svosem höfuðverkur og önnur vanlíðan. Þá er blessaður sykurinn betri. Það er þó næring og orka í honum og ég minni á að það er ekki sykurinn sem skemmir tennur heldur hirðuleysi fólks gagnvart tönnum sínum og sinna barna. Lausnin er því forvarnir og aukin fræðsla til barna. Það er allveg ljóst að með aukinni fræðslu í skólum og auknum áróðri gagnvart óhollustu mun koma margfalt til baka og skila ríkinu hundruðum milljóna. Ég trúi því ekki að þú svona vel gefinn maður og vinur litla mannsins sért gjörsamlega búinn að tapa allri yfirsýn og rökhyggju bara við það eitt að setjast í ráðherrastól.
Með kveðju
Jónas Björgvinsson, áhugamaður um bætta heilsu jonasb@internet.is
Heill og sæll og þakka þér bréfið sem er á ágætt innlegg í mikilvæga umræðu.
Kv.
Ögmundur