Fara í efni

FRÁBÆR LILJA

Það var mér mikið ánægjuefni að sjá Guðfríði Lilju á þingi frá fyrsta degi þinghaldsins í vor. Mér voru það mikil vonbrigði að hún hlaut ekki kosningu í nýafstöðnum Alþingiskosningum, einmitt sú manneskjan sem helst af öllum hefði þurft að komast á þing – og átti það svo sannarlega skilið! Lilju er þó framtíðin, það sannfærðist ég um þegar ég hlustaði á málflutning hennar á þingi. Hún kom inn sem varamaður þinn Ögmundur. Þú getur verið stoltur af þessum samherja þínum! Gott er til þess að vita hjá þeim sem byggja Kragann og reyndar landsmönnum öllum að eiga Guðfríði Lilju Grétarsdóttur að.
Sunna Sara