Fara í efni

Framsóknarflokkurinn

Nú er landstólpi fallinn í dauðadá
og dóminn hinsta fær enginn flúið.
Hann er nú sem lítill steinn eða strá,
stríðið er tapað og senn er það búið. 

Sæll og ætíð blessaður Ögmundur. 

Ég orti þessa vísu eftir ræðuna þína á eldhúsdeginum. Ég ætla rétt að vona að framsóknarmenn fái almennilega útreið í komandi kosningum enda er það forsenda þess að núverandi ríkisstjórn verði velt úr sessi.

Aðeins að öðru. Ekki nenni ég að standa í ritdeilu við Fróða á Rofabarði en hann hefur nú eina ferðina enn sakað mig um ritstuld og nú velur hann heimasíðuna þína til að þjófkenna mig. Ég er ekki eini hagyrðingurinn sem orðið hefur fyrir barðinu á Fróða eins og alþjóð er kunnugt og er þetta mál því útkljáð frá minni vinstri hendi. 
Með baráttukveðju,
Jón Bisnes