Fara í efni

FRÉTTIR AF FORINGJUNUM

Það hefur gengið misjafnlega hjá leiðtogum þjóðarinnar að kjósa í dag. Forsetinn er enn fastur í þvögu útlendra fréttamanna við Barnaskóla Áftaness. Lögreglan hefur nú skorist í leikinn. Í morgun handleggsbrotnaði Þráinn Bertelsson á kjörstað þegar hann datt um fávita. Þáði hann aðstoð Birgittu Jónsdóttur við kosninguna og gekk vel að sögn Þórs Saari sem varð fyrir því óhappi að festa hálstauið ofan í kjörkassanum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki enn kosið vegna ágreinings um lit á kjörseðlinum. Hann vill grænan seðil og hótar dómstólaleiðinni ella. Mál hans er nú fyrir yfirkjörstjórn og standa vonir til að það leysist á allra næstu dögum. Þetta getur sett strik í reikninginn með talningu atkvæða og þar með úrslit kosninganna.
Bjarni Benediktsson gerði ógilt þegar hann varð uppvís að reyna að kjósa einnig fyrir föður sinn og föðurbróður. Af Grýlu og Leppalúða er það loks að frétta að þau eru enn í fýlu.
Þjóðólfur