Fara í efni

Fyrst taka þau hálendið og svo taka þau...

Getur réttlæti verið sértækt? Eða er réttlæti eðli máls samkvæmt almennt? Um hvað er réttlæti annars? Er það um að allir megi vinna eftir getu og uppskera eftir þörfum? Eða er það um að leyfa einstökum hæfileikum að fá að njóta sín og uppskera ríkuleg laun? Leggur uppfylling réttlætis fyrir hinn almenna mann hömlur á sérstaklega duglega einstaklinga? Ríkir réttlæti í geitungabúi eða mauraþúfu eða hjá árangursríkri þjóð? Skilar réttlæti árangri? Er réttlæti það sama og samúð? Er réttlæti og jafnrétti það sama? Allar þessar grundvallarspurningar vakna við hina framsæknu umræðu í Framsóknarflokknum nýverið. Og ekki má gleyma: Eru eftirlaun ráðherra réttlát? Á að deila völdum og áhrifum út eftir hæfileikum eða kynferði? Á að minnka völd og áhrif ráðherra og deila þeim út meðal almennings? Er Alfredo Scransali réttur maður á réttum stað? Af hverju fá samkynhneigðir ekki ráðherrastól hjá Framsókn? Loksins, loksins er farið að ræða grundvallarspurningar. Og auðvitað eru það Framsóknarmenn sem hefja umræðuna. Það kraumar í Framsóknarflokknum. Fyrst taka þau hálendið og síðan heimspekina.
Þráinn