GAMALKUNNUR TÓNN
Ágæti Ögmundur, Þú spyrð margra góðra spurninga um kröfuna um utanþingsstjórn. Mjög góðar og gildar. En hefurðu velt fyrir þér ábyrgð þinni í óróleikanum sem stendur þessa dagana? Með hegðun þinni varðandi Icesave, með hegðun þinni í sumar og tilvísunum í það að hægt sé að gera eitthvað til að létta skuldabyrðar fólks? Sem í raun er ekki hægt. Þetta hafði tvær afleiðingar sem enn ekki sér fyrir endann á: 1) Fólk hélt að það fengi aflétt skuldum og heimtar nú skuldaskil. 2) þetta kom blóðbragði í munn stjórnarandstöðunnar sem hefur heldur betur eflst undanfarna mánuði. Ég segi bara, ábyrgð þín er mikil. En ég hef það gott í London þakka þér fyrir og er ekkert á leið heim.
Þinn félagi,
Hannes
Eitthvað minnir þessi tónn á gömul forræðishyggjustjórnmál.
Kv.
Ögmundur