Fara í efni

GAMLI SÁTTMÁLI HINN NÝI?

Nú berast fréttir af skilmálum Icesave samkomulagsins og á mann renna tvær grímur. Er það virkilega svo að nánast sé verið að samþykkja Gamla Sáttmála hinn seinni að einhverju leyti? Er það virkilega svo að ekki sé bara verið að binda þjóðina í slíkan skuldaklafa að seint verður fundið álíka dæmi heldur sé verið að framselja allan okkar rétt um dómsmál í hendur þeirrar þjóðar sem er að gera okkur þetta? Og að ef að við ekki getum staðið í skilum að þessar þjóðir geti komið inn og valið þær eignir íslenska ríkisins sem að þeim lýst best á og hirt þær? t.d. Auðlindir? Ef að þetta er ekki hreint út sagt lýsing á landráðum í beinum orðum þá veit ég ekki hvað. Aldrei hélt ég að hægt yrði að bendla þig og þinn flokk við landráð Ögmundur. Er það svo? Ætlar VG og þú að samþykkja þessa "lausn" Icesave-deilunnar og fremja landráð? Ertu landráðamaður Ögmundur?
Ásgeir Jóhannson

Heill og sæll. Þakka bréf. Ekkert okkar ætlar að gerast landráðamaður. Sammála þér um þær hættur sem við stöndum frammi fyrir. Nú verðum við að vanda okkur og láta ekki kúga okkur inn í nauðung.
Kv.
Ögmundur