GAMLI TÍMINN ER LIÐINN
Já Íhaldið er illa farið
elítunni allri brá
því segi nú og svarið
svolítið gott á þá.
TAKA TVÖ HJÁ SIMMA
Vinsældir Simma vakna á ný
verðugur þess að stjórna
í miðflokkinn menn sækja því
muna ekki Tortóla fórna.
ÞETTA ER AÐ GERAST
Já nú er vandi og mikil vá
vinstri grænir fallnir frá
Stjórnleysið má stöðugt sjá
og Íhaldsins valdaþrá.
ÞAÐ KVEÐUR AÐ
Setjumst niður sjáum til
semja má um vandann
Nú brúa skulum þetta bil
og bæta lýðs andann.
Það liggur jú í loftinu hér
og lítið hægt að gera
Frjálshyggjan nú fallin er
en vill samt vera.
FRÁ VESTURLANDI
Sumarið að sjálfsögðu farið
Ágúst golan er köld
Mjög lítið var nú í það varið
ómæld rigninga völd.
Í veraldar basli er váleg tíð
vaxandi mótmæla kliður
Mikil fátækt og fáránleg stríð
engin sjáanlegur friður.
Á SUÐVESTUR LANDI
Rigninga sumar ár eftir ár
aldrei nein sólar glæta
Erum að verða hér ansi sár
og Vestlendinga græta.
RIGNING OG ROK
Hér er rigning líka rok
reyndar vestan bræla
Já komin vel upp í kok
kunnugleg æla.
Býsna leiður bráðum verð
ei batnar veðurfarið
þá fer til Spánar eina ferð
fljótlega get svarið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.