GEIR FORMAÐUR – LÍKA FRAMSÓKNAR
Allir vita að Geir H. Haarde er formaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn veit hins vegar hver er formaður Framsóknarflokksins. Sennilega er Halldór Ásgrímsson það enn að forminu til. En hann er farinn. Það er deginum ljósara. Svo mjög er hann farinn að okkur er sagt að Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra verði staðgengill Geirs H. Haarde sem forsætisráðherra ef til kemur. Íhaldið er þannigt búið að taka Framsókn í fóstur eins og gert var í uppgræðsluátakinu um árið og hét, ef ég man rétt: Flag í fóstur. Draumur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að sameina Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk er þannig orðinn að veruleika í reynd. Framsóknarflagið er orðið hluti af Íhaldsóðalinu. Hvílík örlög fyrir þennan gamla hnarreista bændaflokk frá fyrri tíð. Ég tek undir með þér Ögmundur í nýlegum pistli þínum. Við eigum að vera miskunnsöm og veita Framsókn hvíld. Bara að kjósendur átti sig á því hvert góðverk það yrði að veita flokknun líkn og leyfa honum að hverfa til feðra sinna.
Haffi