Fara í efni

GENGUR EKKI AÐ VIRÐA LÝÐRÆÐIÐ Á EINUM STAÐN EN EKKI ÖÐRUM

Ég var hjartanlega sammála þér í Kastljósþættinum nýlega þar sem fjallað var um vandamálin fyrir botni Miðjarðarhafs. Mér finnst ekki hægt að líta á Ísrael sem alvöru ríki því tilvera þess byggist á styrkjum frá Bandaríkjastjórn og fjárframlögum frá gyðingum í öðrun ríkjun. Trúlega mundi það verða gjaldþrota á nokkrum mánuðum ef nyti ekki þessara styrkja. Auðvitað er vonlaust að ná samningum við Palistínumenn nema að leita eftir samningum við Hamas sem fengu afgerandi stuðning í lýðræðislegum kosningum. Það gengur ekki að berjast fyrir lýðræði í einu ríki og virða það svo ekki öðru.
Kær kveðja.
Tr.Ó.