Góðar óskir
Sæll, Til hamingju með að komast inn fyrir Reykjavíkurkjördæmi Suður. Ég vonast til að þú beitir þér af heilum hug við að koma sjónarmiðum "okkar" vinstri grænna til skila bæði á Alþingi og annarstaðar þar sem pólitísk umræða á sér stað.
Magnús H. Gíslason
Sæll og blessaður.
Ég þakka þér fyrir góðar óskir. Við munum beita okkur af alefli í þágu okkar málstaðar á komandi kjörtímabili. Enda þótt það sé slæmt að fækkað skuli hafa í þingflokknum um einn og mikil eftirsjá af Árna Steinari Jóhannssyni, okkar góða félaga og vini úr þingflokknum, þá er engan billbug á okkur að finna. Til liðs við Vinstrihreyfinguna grænt framboð hefur komið fjöldi fólks sem við bindum miklar vonir við að muni láta að sér kveða þegar fram líða stundir. Ég er sannfærður um að næstu Alþingiskosningar munu skila okkur betri árangri en nýafstaðnar kosningar. Það mun hins vegar ekki gerast án báráttu.
Með kveðju, Ögmundur