Fara í efni

GÓÐUR JÓN BJARNASON HJÁ MORGUNHANANUM

Sannast sagna finnst mér orðið einna bitastæðast fréttaefni að finna á Útvarpi Sögu og er ég að verða fastur hlustandi Morgunhanans, Jóhanns Haukssonar. Hann er iðulega með vitibornar vangaveltur og prýðileg viðtöl, naskur að finna vinkla sem aðrir fjölmiðlar koma ekki auga á eða forsóma. Þú gagnrýnir hér á síðunni Ögmundur, að fréttaflutningur um hlutafélagavæðingu sparisjóðanna hafi verið einhæfur og  var ég sammála þér þangað til ég hlustaði á þátt Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu í morgun. Þar var mættur Jón Bjarnason, þingmaður VG. Viðtalið við JB var mjög gott enda þekkir hann þessi mál vel og þorir að tala umbúðlaust. Fyrir það á hann lof skilið. Jón Bjarnason sagði að græðgi stýrði för og að stofnfjáreigendur sem áður létu stjórnast af hugsjón um að treysta og styrkja næsrsamféalg sitt leiti nú allra leiða til að komast yfir eignir sparisjóðanna. Hlutafélagavæðinguna beri að nokkru leyti að skýra í því ljósi. Ég hvet fólk til að fara inn á vefsíðu Morgunhanans en þar er hægt að hlusta á viðtalið við JB.
Slóðin er: http://www.morgunhaninn.is/
Haffi