GOTT HJÁ JÓNI BJARNASYNI!
28.10.2005
Það hljómar eins og grín, mjög kaldranalegt að vísu, að Símanum skuli hafa verið veitt sérstök markaðsverðlaun á sama tíma og fyrirtækið lokar þjónustustöðvum og rekur starfsfólk. Síðast var það dótturfyrirtækið Já sem fíraði konur á Ísafirði, sem sumar hverjar höfðu starfað um áratugi hjá Símanum. Það þurfti mann sem þorir, til þess að tala hreint út um þetta og segja sem var, að það væri óskammfeilni af verstu gráðu að fá forseta Íslands, Ísfirðinginn Ólaf Ragnar Grímsson, til þess að afhenda verðlaunin! Maðurinn sem talaði tæpitungulaust um þetta í kvöldfréttum RÚV hafi þakkir fyrir! Það var að sjálfsögðu þingmaðurinn minn, Jón Bjarnason.
Ísfirðingur