GRÓÐAGUTTAR OG GRÁGLETTNI ÖRLAGANNA
09.10.2007
Sæll Ögmundur.
Það er gott að nú hafa gróðaguttarnir gengið fram af þjóðinni. Mætti ég þá minna á að Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason voru lykilmenn í að selja þjóðinni gagnagrunnskonceptið. Hannes stýrði útfærslunni á Nasdaq og Bjarni sex milljarða sölunni á gráa markaðnum sem keyrði upp allar væntingarnar.
Það er svo gráglettni örlaganna að gamla íhaldið með Davíð efstan má nú horfa á þá sameinaða, Jón Ásgeir, Hannes og Bjarna, sölsa undir sig landið.
Þetta var allt planað meðan Bjarni var hjá Hannesi og Jóni Ásgeiri í Glitni.
Kveðja,
Jóhann