Hægða- og gáfnafarsrannsóknir Guðna Ágústssonar
Enn og aftur hefur það sannast að góðir hlutir gerast hægt eins og segir í kjörorði Samtaka áhugafólks um hvers kyns hægðatregðu. Afreksmaðurinn Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, opinberaði nú nýverið afraksturinn af áratugalöngum rannsóknum sínum á sviði hægða- og gáfnafars. Niðurstaða Guðna er í stuttu máli sú að góðar hægðir séu betri en miklar gáfur. Þar með hefur hann væntanlega einnig sýnt fram á að lélegar hægðir, eða svokölluð hægðateppa, séu verri en góðar gáfur. Allt er þetta hið athyglisverðasta og hlýtur framlag Guðna að teljast allnokkurt skref fram á við í heilsu- og velferðarfræðum landsins en einnig eru þarna á ferðinni ákveðin pólitísk tíðindi. Í mínum huga leikur ekki nokkur vafi á að þetta framlag Guðna til heilsuvísindanna mun styrkja hann stórlega í þeim ráðherrakapal sem Framsóknarflokkurinn mun leggja fram á hausti komanda. Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu í landbúnaðarráðuneytinu hljóta menn nú að velta því alvarlega fyrir sér hvort kröftum Guðna væri ekki jafnvel enn betur varið í heilbrigðisráðuneytinu. Og vel á minnst; talandi um pólitík dettur mér í hug hvort vera kunni - og þá að sjálfsögðu með hliðsjón af tímamótakenningu verðandi hugsanlegs heilbrigðisráðherra – að áberandi miklar fjarverur stjórnarliða frá sýnilegum störfum Alþingis stafi e.t.v. af langtum betra hægðafari hjá þeim en þingmönnum stjórnarandstöðunnar? Nóg um það í bili enda fyrst og fremst seinni tíma rannsóknarefni.
Er ekki sjónarhornið helst til þröngt?
Ekki verður því á móti mælt að Guðni hefur náð merkri áfanganiðurstöðu í rannsóknum sínum. Byrjunin lofar sannarlega á gott þótt enn um sinn a.m.k. geti hann ekki beinlínis með góðu móti talist til frumlegra brautryðjenda í fræðunum eins og síðar verður vikið að. Margt er á huldu, mikilvægum spurningum er ósvarað og spyrja má hvort sjónarhorn Guðna sé ekki helst til þröngt Þannig verður ekki séð að hann geri ráð fyrir að rannsóknarbreyturnar tvær, þ.e.a.s. liðugar hægðir og góðar gáfur, geti farið saman í einum og sama ein
Leys alla þína vinda
Sem sagt; Guðni er á góðum byrjunarreit í þessum merkilegu fræðum sem mannkynið hefur lagt stund á frá örófi alda af þeirri einföldu ástæðu að þau eru afar mikilvægur þáttur í daglegu lífi sérhvers ein
Leys alla þína vinda
hvert um heiminn sem þig ber.
Ég hélt í einn af mínum
og því er ég hér.
Frísklegur boðskapur kappans á banabeðinu er áminning um að huga vel að meltingarveginum, vindgangi og öðrum iðrameinum, og þá dauðans alvöru sem því fylgir ef allt saman stíflast af vanrækslu einni saman. Að þessu leytinu eru vissir snertifletir á umfjöllun víkingsins og rannsóknarniðurstöðu Guðna Ágústssonar sem hann hefur nú varpað fram aðeins 1150 árum síðar. Annar aðilinn greinir visst samband á milli gáfnafars og meltingartruflana en hinn ekki, annar vinnur mest með efni í föstu formi en hinn í loftkenndu. Þannig nálgast þeir viðfangsefni sitt, hinn gullna meltingarveg, með nokkuð ólíkum hætti. En þegar öllu er á botninn hvolft er stærsti munurinn á þeim félögunum sá, að fróðleikur víkingsins norska er á allan hátt liðugri til skilnings og í hans fræðum leikur ekki vafi á hvað er orsök og hvað afleiðing. Er vonandi að Guðni geti lært eitthvað af fornkappanum í þessum mikilvægu efnum áður en hann vindur sér í frekari rannsóknir. En ef tilraunir þar að lútandi mundu nú valda einhverri röskun á mikilvægri líkamsstarfsemi er rétt að núverandi landbúnaðarráðherra hafi það hugfast að bakka hið snarasta út úr öllum meiriháttar pælingum og láta bara allt vaða sem fyrr.
Þjóðólfur