HANDBENDI AGS?
04.09.2009
Ein einföld spurning. Er Steingrímur viljalaust handbendi Franek landsstjóra AGS? Ástæða þess að ég spyr þessarar einföldu spurningar, er sú að án svars við henni get ég ekki myndað mér skoðun á því hvert VG stefnir. Þið hin í VG getið það kannski ekki heldur?
Pétur Örn
Þakka bréfið sem ég svara neitandi. Hinu er því miður ekki að leyna að ríkisstjórnin er háð ákvörðunum AGS í ríkum mæli - alltof ríkum mæli. Þess vegna þarf að losna við AGS sem fyrst - sem allra fyrst!
Kv.,
Ögmundur