Fara í efni

HÁRRÉTT HJÁ FINNI

Það er rétt athugað hjá Finni Dellsén í grein hér á heimasíðu þinni Ögmundur, að það er verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og þjóðin virðist ætla að láta þetta gerast í kyrrþey. Finnur segir: „Tveir mestu frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum, Guðlaugur Þór og Pétur Blöndal, leiða stefnumótunina í átt að meiri einkavæðingu og einkarekstri - allt með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Nokkrir áhrifamiklir læknar lýsa yfir vilja til að koma á heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem vilja borga fyrir sig sjálfa og enginn úr ríkisstjórn Íslands mótmælir, en sumir taka undir. Það er smátt og smátt verið að koma á tvöföldu kerfi í heilbrigðismálunum og Samfylkingin getur ekki sagt neitt vegna þess að eina stefnan sem hún hafði í þeim efnum var loforð um fleiri þjónustuíbúðir sem þegar var búið að efna."
Það eina sem ég efast um í þessu er að Samfylkingin hafi staðið við gefin fyrirheit um þjónustuíbúðir. Hitt er hárrétt. Nú verður þjóðin að vakna og sporna gegn því að þetta fólk gangi að velferðarkerfinu dauðu.
Kveðja,
Haffi