HEF ÁHYGGJUR MEÐ YKKUR VIÐ STJÓRN
Svar til þín við þessum ummælum: "Vandinn er sá að gangi okkur illa við landsstjórnina farnast okkur sem þjóð ekki vel. Ég þykist viss um að þú hugsir þetta ekki á þennan veg þótt þú teljir sykurskatt vera óráð hið mesta." Svar mitt: Því verr sem ykkur gengur því fyrr hrynur stjórnin og því fyrr kemst hæfara fólk að. Vissiru að engin vinstri stjórn hefur setið í meira en 4 ár í þessu landi? Enda er allt í upplausn eftir þær - manstu þegar fólk kallaði: aldrei aftur vinstri stjórn á Íslandi, en það er nefnilega ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ríkt svo lengi. Þegar þú lest þetta telurðu mig örugglega vera fjárríkan mann, svo er hingsvegar ekki, ég er í byggingarvinnu og alltaf hefur fólkið sem stjórnar brugðist mér, sérstaklega stéttarfélögin-ASÍ osfv.
Ef þú heldur virkilega að ég sé aðeins á móti stjórn þinni út af sykurskattinum er það algjör misskilningur, þið viljið ekki nýta auðlindirnar, þið viljið hækka skatta- skoðaðu það nú betur fyrir mig og líttu á keðjuverkunina sem verður og að það dregst enn meira saman þá í fyrirtækjum osfv= meira atvinnuleysi, þið standið ekki við loforð ykkar, þið mótmæltuð bjórnum, það liggur við að það hafi mótmælt fleiri sjónvarpsstöðvum.(það er að segja þegar þið störfuðuð fyrir glæpasamtökin Alþýðubandalagið) Þið eyðið óþarfa pening, þið bannið nektardans og strippstaði, ekki segja mér eitthvað að konurnar í nektardans vilja þetta ekki, þar sem kona besta vinar míns vann við þetta og líkaði mjög vel, hún hatar ykkur meira enn allt að hafa tekið af henni vinnuna. Svo virðist líka vera að þið vinstri menn og sérstaklega vinstri grænir, viljið alltaf segja fólki hvað er rétt og hvað er rangt, og hvað er gott fyrir það, ef fólk vill verða spikfeitt gjöriði svo vel, leyfiði því það, þá fer fólkið í kringum að horfa á það og hugsa: shit ég þarf að borða minna af þessu svo ég verði ekki svona osfv. skilurðu hvert ég er að fara? - svo skapast atvinna fyrir t.d. líkamsræktarstöðvar, fyrir þá sem vinna við að hjálpa svona fólki osfv. Þú fattar hvert ég er að fara, annars ferðu bara til Akureyrar og lest þetta þar;) Framfarir verða mestar þegar frelsið er mest, líttu svo fyrir mig í hvaða þjóðum menntun og framfarir eru mestar, það er einmitt í kapitaliskum þjóðum, hvaða þjóð er til dæmis fremst í því að finna upp lyf? Eru það ekki Bandaríkin? Jæja þetta var vonandi næg ástæða fyrir því að ég hef áhyggjur af landinu minu með ykkur í stjórn. Vona svo sannarlega að eldar fara aftur að loga niðrí bæ sem allra fyrst og fólk byrji aftur að hrópa vanhæf ríkisstjórn.
reiður íslendingur
Þú mælir hraustlega þykir mér um ágæti kapítalismans eftir að glórulaus frjálshyggjan hefur sett þjóðfélagið á bólakaf.
Kv.
Ögmundur