Fara í efni

HEFUR ÍSLAND VERIÐ TEKIÐ EIGNARNÁMI?

Sæll Ögmundur.
Það sem mér blöskrar einna mest, er að ALCOA skuli voga sér þá bíræfni að bjóða “the Economist” með óþjóðlegan áróður sinn til Íslands, til að narra fleiri sér líka til föðurlands vors.  Hafa þeir hreinlega tekið Ísland eignarnámi og farnir að stjórna beint, sem sé ekki í gegnum “Sjálfstæðisflokkinn” og  “Framsóknarflokkinn”?
Eða eru nornir og spunakarlar hér að verki?
Ég vona að Steingrímur J. Sigfússon og þú líka Ögmundur, farið á samkundu ALCOA fyrst ykkur er boðið, en aðeins ef þið látið rækilega í ykkur heyra í þágu þjóðarinnar!!!
Úlfljótur

Þakka þér bréfið Úlfljótur. Vandinn er sá að ég vildi gjarnan nota 160 þúsund krónur sem krafist er í aðgangseyri á annan hátt en að hlusta á það pallborð sem þarna er boðið upp á.
Með kveðju,
Ögmundur