Fara í efni

HETJURNAR OKKAR Á ARNARHÓLI

Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður menntamálaráðherra og kannski fleiri. Geir er náttúrlega í opinberri heimsókn í Albaníu og Ingibjörg eflaust að sinna vopnasendingum til Georgíu eða samtölum við forsetann í Turkmenistan um stuðning við okkur í Öryggisráðið. Auðvitað hafa þau skyldum að gegna og þurfa að sinna þeim. En þau komu sem gátu og mannfjöldinn ætlaði að ærast af fögnuði þegar þau stigu á pallinn. Það sýndi ekkert annað en stórhug að þau skyldu leyfa handboltaliðinu að vera með sér á í hyllingunni og mjög vel við hæfi þótti mér. Handboltastrákarnir hafa staðið sig frábærlega og vel að því komnir að fá að standa með hetjunum okkar á pallinum á Arnarhóli.
Sunnar Sara