HIN HÁLFA ÞJÓÐ
09.07.2004
Í daglegu starfi er þjóðin mín þreytt
þá þambar hún öl og vín,
yfirleitt skilur hún ekki neitt
en ofmetur verkin sín.
Um helgar er þjóð mín frekar full
þá fær hún úr víni kraft,
hún æðir um strætin með allt sitt bull
og elskar að rífa kjaft.
Hér þykjumst við vera þæg og góð
þótt þjóðin sé oftast hálf.
Og hver á að skilja skrítna þjóð
sem skilur sig ekki sjálf?
Kristján Hreinsson, skáld