HÖFUÐBEININ MÆLD Í LEIFSSTÖÐ!
Sæll Ögmundur.
Ég hef fylgst vel með Magma málinu og beiðni Sjávarútvegsráðherra um eignarhald erlendra aðila í útgerðarfyrirtækjum. Ég veit ekki betur en kröfuhafar föllnu bankanna hafi þetta allt í hendi sér utan Landsbankans eins og málin standa í dag því miður.
Þetta bréf er aðallega vegna umræðu um viðbótarheimildir til lögreglu um forvarnir gegn alþjóðlegum glæpahringjum?? Ekki veit ég hvoru megin þessir sérfræðingar fóru fram úr rúminu sínu en við höfum nú þegar allar heimildir sem við þurfum til að verja landið og það þarf bara að nýta þær. Við höfum uppsettan til fjölda ára myndavélakerfi í Flugstöðinni sem mælir höfuðbein viðkomandi á örskotsstundu og ber saman við tengda gagnagrunna Evrópsku lögreglunnar á meðan hann röltir eftir landganginum en Persónuvernd hindrar að hann sé nýttur til fulls. Því þarf að breyta lögum og Persónuvernd hafi ekki valdsvið í Flugstöðinni. Þá er hægt að skoða vegabréf þeirra sem koma til landsins um Schengensvæðið án þess að spyrja neinn um leyfi en Dómsmálaráðherra þarf bara að ákveða að það verði gert. Að mínu mati er þetta besta forvörnin og allar aðrar breytingar óþarfar.
Réttarfarsnefnd er fyrirbrigði sem á að leggja niður og þingmenn sjálfir yfirfari alm. Hegningarlög og refsirétt alveg eins og önnur lög.
Þór Gunnlaugsson