Fara í efni

HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞVÍ AÐ KASTA KONUM TIL HLIÐAR?

Um leið og alvaran skall á landinu hurfu nær allar konur úr fjölmiðlum. Nú var þetta alvöru, svona fullorðins, og þá er tími alvöru pólitíkusa, akademíkera, álitsgjafa og viðskiptasérfræðinga. Þar er ekkert pláss fyrir konur. Ég held hins vegar að við værum betur sett í dag ef við hefðum fólk við stjórn með fjölbreyttari bakgrunn og fleiri hugmyndir. Ekki það að konur séu endilega betri en karlar til að stjórna fyrirtækjum, bönkum og löndum, en við verðum að nýta þann mannauð sem til er og fá sem flestar hugmyndir og skoðanir upp á yfirborðið. Það gerist ekki  með einsleitum stjórnum. Það er fyrsta vísbending um að við ætlum ekkert að læra á mistökunum að svo virðist sem halda skuli áfram á sömu braut ofurtrúar á miðaldra viðskiptamenntaða jakkafatamanna. Höfum við efni á því?
kveðja,
Drífa