HUGEIÐING ÖÐRUM TIL STUÐNINGS
Sæll Ögmundur.
Ég sendi þér þessar hugleiðingar mínar þar sem þú hefur sýnt í starfi að þér er umhugað um hagsmuni vinnadi fólks. Eru Vistarbönd við lýði árið 2010? Ég er 65 ára kona sem hef verið á vinnumarkaði í 50 ár. - Fyrir ríflega 3 árum síðan blasti atvinnuleysi við á suðurnesjum, þar sem við hjónin bjuggum. Við ákváðum að flytja. Fengum vinnu hjá nýju álveri austur á landi. - Við vildum vinna okkur svolítið meira inn fyrir eldriborgara árin. Nema hvað, nýflutt austur veikist ég og missi vinnuna. Þegar svo var komið fór ég að athuga með réttindi mín og hafði samband við Starfsmannafélag Suðurnesja, sem er sjöunda stærsta aðildarfélag BSRB. - Verkalýðsforingi þess félags hvað réttindi mín engin, Þar sem ég hefði flutt búferlum og réttur til sjúkradagpeninga flyttist ekki milli landshluta. - „Það varst þú sem ákvaðst að flytja frá suðurnesjum". - og sagði réttindaleysi mitt, mér sjálfri að kenna. - þar sem ég hefði aldrei borgað neitt sjálf, heldur vinnuveitandinn. - Sérkennilegt svar þykir mér, þar sem á öllum launaseðlum mínum er tilgreindur frádráttur upp á greiðslur til verkalýðsfélags og lífeyrssjóðs, síðustu fimmtíu árin. Þar sem ég vann við ummönnunarstörf var mér gert að vera í þessu tiltekna suðurnesja félagi til að „njóta réttinda"?? - Ári síðar náði ég heilsu, og sem betur fer átti ég mann sem sá fyrir mér á meðan, -og fjármagnaði lyfjakaupin sem voru ærin. - Hefði ég verið einstæð, hvað hefði ég gert þá? Hamingan felst í því að vera frísk/ur og geta unnið.
Í dag hef ég draumastarf og horfi með hryllingi til þess tíma er ég varð veik, fékk ekki áunnar sjúkrabætur frá mínu verkalýðsfélagi og þurfti síðar að leita ásjár hjá vinnumálastofnun, sem ég hef aldrei áður þurft. - Sú stofnun býður upp á námskeið, ef ekki er mætt þá missir maður/kona kannski bæturnar, við vitum að enginn lifir á loftinu, svo maður/kona fer á námskeið. Í boði var íslensku nám. Ég er auðvitað íslensk og var með góðan kennara í barnaskóla! Námskeið til að undirbúa sig fyrir ævistarfið, sem ég á bara eitt ár eftir af. Og svo var það tölvunám. Í fyrstu valdi ég tölvunám. Í fyrsta tölvutímann kom röggsamur kennari, kona, milli þrítugs og fertugs. Hún var greinilega búin að mynda sér skoðun á viðstöddum, því hún sagði hátt og snjallt; „Ég ætla bara láta ykkur vita að hér er mætingarskylda og það þýðir ekkert að biðja mömmu að hringja inn forföll." -Blessuð konan vissi auðvitað ekki að ég hafði misst aldraða móður mína nokkrum vikum áður og mér varð brugðið og fann til óþæginda. Tölvunám mitt varð ekki lengra. Önnur kona á staðnum hélt námskeið sem hét Undirbúningur fyrir ævistarfið, hún var indæl og ég sótti heilt námskeið hjá henni til að missa ekki atvinnuleysisbæturnar. - Kannski er gott að þjálfa langömmur upp í „Undirbúning fyrir ævistarfið" á þessum síðustu og verstu tímum. Fólk sem unnið hefur ummönnunarstörf veit hve miklu máli það skiptir fyrir líkamlega og andlega heilsu að fá að halda mannlegri reisn sinni. Ég vildi senda þessa hugleiðingu frá mér með von um að fleiri þurfi ekki að láta svona nokkuð yfir sig ganga. Stundum er fólk þannig statt í lífinu að það getur ekki varið sig, við skulum hafa það í huga. Mér finnst þetta ömurleg kveðja frá samfélaginu mínu eftir langa starfsævi!
Kveðja,
Arndís R. Magnúsdóttir,
langamma K.t. 110944-4629