HVAÐ Á AÐ KOMA Í STAÐINN?
Hvað ef Magma Energy Sweden Aktie Bolag væri ekki skúffufyrirtæki? Er það eitthvað betra? Segðu okkur frekar hvernig við eigum að leysa málið í stað þess að benda á skúffur og skrifborð. Þessi Suðurnesja orkufyrirtæki voru að setja mörg bæjarfélög á hausinn. Hvað á að koma í staðinn? Ríkið má ekki eiga þau vegna EES. Innlendir fjárfestar virðast ekki hafa fé til þess eða eru svo græðgissjúkir að þeim er ekki treystandi. Svo er þessi frétt frá Láru Hönnu og Teiti ekki ný frétt. RÚV kannaði þetta fyrir löngu og komst að sömu niðurstöðu. Við erum dottin í eitthvert "balming game" þar sem einn hópur hrósar sér fyrir að vera svo klár að uppljóstra um "svindlið" og hinn vill hengja bakara. Í Svíþjóð er orkuverðið til einstaklinga 16! sinnum dýrara enn á Íslandi. Ef við höldum okkur við Svíþjóð, þá er það sem Lára Hanna Einarsdóttir er að gera túlkað sem glæpur og kallast "Hets mot folkgrup" Ég hef fylgst með blogginu hennar lengi og á enn eftir að sjá eitthvað jákvætt og uppbyggilegt. Var að lesa um hvernig Þjóðverjar höguðu sér frá 1930 -1936 gagnvart Gyðingum. Þar voru þeir útrásarvíkingarnir.....allir vita hvernig fór. Höfum aðgát í nærveru sálar og endurtökum ekki sama leikinn. Sem betur fer fengum við Jón Gnarr en ekki einhvern Hitler.
Þorgeir Jónsson
Ég hef margoft bent á hvað beri að gera allar götur frá því ég lagðist gegn sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja vorið 2007 með því skilyrði að einkaaðili keypti. Í vor benti ég á skúffuna í Svíþjóð einmitt í Rúv. Nú vil ég að samningnum við Magma verði rift og að lög verði sett um samféalgslega eign á orkufyrirtækjum landsins. Það er rangt að EES banni að ríkið eigi orkufyrirtæki.
Ögmundur