Fara í efni

HVAÐ GERA ÞINGTÍÐINDIN?

Þingmanni Pírata tekst í þremur línum að koma orðinu „fuck" sjö sinnum fyrir í orðsendingu sem hann sendi verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Kannski vegna þess að sá síðarnefndi þykir ekki vandur að virðingu sinni í orðavali og sé þá reynt að finna orð sem ætla megi að honum séu töm.

Varla er það þó svo því í pistli frá sama tíma sagði umræddur alþingismaður að brýnt væri að koma pólitískri umræðu á vitrænan grundvöll þar sem orðaskipti manna væru kurteisleg.

Varaformaður VG segir bæjarstjórann í Vestmannaeyjum fara með staðlausa stafi og lýsir ummælum hans sem „fokking" eitt eða annað.  

Því miður eru málfarsþættir Ríkiisútvarpsins ekki lengur sá vegvísir í málvitund okkar sem áður var. Þar hefði mátt upplýsa okkur um að á ensku er sögnin fuck eins konar slanguryrði fyrir samfarir en hefur einnig öðlast þýðingu sem blótsyrði ef menn vilja gerast sérlega ruddafengnir.

Ég velti því fyrir mér hvort þetta tökuorð úr ensku er að öðlast sess í íslenskri stjórnmálaumræðu. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig þingtíðindin koma til með að stafsetja orðið, hvort þau haldi sig við ensku útgáfuna, fuck,  eða íslenski  stafsetninguna eins og mér sýnist fjölmiðlar gera þegar þeir vitna í þá þingmenn sem helst hafa gefið þessu tökuorði flugið.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/12/30/smari-mccarthy-sendi-donald-trump-toninn/
http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/01/03/bjorn-valur-fokking-otrulegt/

Jóel A.